Ennþá allt í rúst,American Idol er tekið við af Beverly Hills, við eigum svo mikið drasl það er eiginlega ekki fyndið. Fólkið sem hjálpaði okkur með að flytja fékk brjóstklos bara við að sjá hrúguna sem þurfti að flytja á milli bæjarhluta. Annaðhvort okkar hjónakornanna er með söfnunaráráttu og það er ekki ég! Til dæmis komst ég að því að við eigum 5 borð, 1 stofuborð,2 borðstofuborð og 2 skrifborð og þetta fluttum við allt frá Íslandi. Þetta er nú eitthvað grunsamlegt og það er ótrúlegt að ég hafi ekki tekið eftir þessu þegar við fluttum á milli landa. Nýja íbúðin er að venjast en mér finnst skrýtið að eiga nágranna alltí einu og svo er svo mikill umgangur við götuna,það eru alltaf einhver hljóð í gangi sem ég er ekki vön.
Ég fór á kynningarkvöld hjá skólanum sem ég ætla að sækja og ég varð ennþá sannfærðari um að þetta er það rétta fyrir mig. Ef ég kemst ekki inn þá verð ég brjáluð. Á þessari kynningu sá ég þessa stelpu sem ég kannaðist við og ég var eiginlega pottþétt á því strax að þetta var íslensk stelpa. Ég fer og spjalla við hana og kemst að við vorum saman í Flensborg og svo þekkir hún vinkonu mína hérna úti og býr í gömlu íbúðinni hennar. Ég held að ég hafi aldrei hitt íslending í Baunalandi sem þekkti ekki einhvern sem ég þekkti. Við erum svo sveitó! Minn heittelskaði kemur heim á morgun og ég hlakka geðveikt til!
Saturday, February 25, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gangi ther vel med skolan - krosslegg fingurnar fyrir thig ;)
Post a Comment