Við hjónakornin eigum 4 ára brúðkaupsafmæli í dag og það er hvorki meira né minna en ávaxta og blómabrúðkaup. Og nota bene við mundum eftir því í dag eða þar að segja minn heittelskaði mundi það. Okkur hefur tekist að gleyma því síðastliðin 2 ár.
Við fjölskyldan skruppum til Mön um helgina í dagstúr og innblásturinn var svo mikill að við ákváðum að leggjast í útilegur í sumar. Þannig að nú þarf að fara að redda sér græjum. Verknámið gengur ágætlega en er mikið meira krefjandi en ég var búin að búast við. Áður en ég byrjaði þá var ég með firru í hausnum að ég gæti chillað í verknáminu ,komið heim úthvíld og lært lífeðlisfræði á kvöldin vegna þess að ég væri svo hress. Ekki alveg!! Sem betur fer klárast verknámið í næstu viku.
Monday, May 04, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til lukku með afmælið :)
Til hamingju með það er þetta dagurinn sem Búddaathöfnin fór fram eða sýsli
kv
Mamman
Hmm ég sem á þetta líka fína Seglagerðartjald í kjallaranum,dáldið langt að senda það til láns.
kv og knús
Mamman
Post a Comment