Ég og erfinginn erum nýkomin frá klakanum þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu. Við neituðum að fara heim fyrr en við höfðum étið þau út á gaddinn(og tókst nokkuð vel til).
Aðalslúðrið er að það er annar erfingi á leiðinni í október, okkur finnst sá fyrsti það vel heppnaður að við leggjum í annan. Og svo finnst okkur mikilvægt að vinna keppnina um hver kemur með flest barnabörnin.
Minn heittelskaði er hæstánægður í vinnunni sinni og það er svo mikil antikreppa hér á heimilinu að við skelltum okkur á glænýjan(næstum því)Skoda Fabia greenline combi. Minn heittelskaði keyrir um með sælubros á vör alla daga. Einnig var fjárfest í fartölvu svo að maður geti nú verið á netinu á dollunni og uppí sófa.
Ég er að slá í gegn í skólanum, fékk 12 í fæðingarfræðslunni og er núna löggildur fæðingarfræðslu og eftirfæðingarkennari. Vorið er mætt í Danaveldi og lífið er gott.
Monday, April 13, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Sakna ykkar nú þegar og einhver matur er nú eftir.
kv og knús
Mamma
Til hamingju með þetta allt saman 'Asdís mín.
Peysan hans Leo er frábær.
Knús og kossar
Kveðja
Sigga Maja
While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)
email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.
hæhæ ég er bara að kvitta fyrir mig knús og kram þín Gunna
Post a Comment