Sunday, July 20, 2008

update

Við familían erum nýkomin úr bústað, við fengum að lána bústað og bíl hjá tengdó og erum búin að vera þar í góðu yfirlæti. Við náðum meðal annars að grilla 6 daga í röð og stunda regluleg sjóböð en ég missti dáldið áhugann eftir að marglitta gerðist aðeins of ástleitin og brenndi mig á löppunum. Það er helvíti vont!
Við vorum með gesti í mat í gær og af því tilefni gerði ég hnetusteik a la grænn kostur. Hún var mjög góð en tók yfir tvo tíma að búa hana til og notaði öll áhöld og tæki sem ég átti. Eldhúsið var eins og eftir loftárás. Ég skil alveg afhverju þetta er jólaréttur hjá grænmetisætum, það nennir enginn að standa í þessu oftar en einu sinni á ári
Erna systir og Ólinn koma til baunaveldis á morgun yeahhh!

2 comments:

Anonymous said...

hæ þið öll gott að sjá frá þér leita nærri daglega eftir fréttum frá þér Dísin mín hafið þið systur gott með peyjana ykkar og njótið samverunnar Hugsa til ykkar Knús og kveðjur Erna 1 frænka

Anonymous said...

Jæja hvernig væri að setja myndir af báðum drengjunum á bloggsíðuna fyrst þeir eru núna á sama stað.
kv og mörg knús
Amman