Thursday, July 03, 2008

Oj!!

Ég er búinn að finna síðu með ókeypis heimildarmyndum(http://freedocumentaries.org/) og þar er ýmislegt í boði. Asninn ég gat ekki látið það vera og fór að horfa á mynd (hún heitir Earthlings )um hvernig við förum með dýr, bæði með gæludýr og dýr sem við ræktum til matar. Ég horfði á hálftíma af henni og mér er óglatt. Þetta er svo ótrúlegt að ég geti farið útí búð og keypt kjúkling og nautakjöt og liðið vel með það . En svo sé ég nokkrar sláturhússenur og ég skammast mín fyrir að vera hluti af mannkyninu. Ég held að ef við gerðum okkur virkilega grein fyrir hvað kemur fyrir dýrið áður en það ratar í plastbakkann sem ég kaupi á góðum díl úti í Nettó þá værum við öll grænmetisætur.

3 comments:

Anonymous said...

Æ afhverju varstu af því fæ ég sem sagt ekki framar gott nautakjöt að borða hjá þér, hvernig hafið þið það annars í salmonellu landi skilst að margir séu veikir af salmonellukjúklingum núna í DK.
Við lifum bara einu sinni og getum ekki borið samvisku alls heimsins á okkar herðum
kv og knús
Mamma

Anonymous said...

Ég stefni á að verða herðalaus gegg af mér herðablöðin um helgina.er þar af leiðandi með miklar gangtruflanir.Ástarhveðjur til ykkar fré Ernu frænku

Anonymous said...

knús og kvitt ykkar Gunna