Thursday, July 24, 2008
Sunday, July 20, 2008
update
Við familían erum nýkomin úr bústað, við fengum að lána bústað og bíl hjá tengdó og erum búin að vera þar í góðu yfirlæti. Við náðum meðal annars að grilla 6 daga í röð og stunda regluleg sjóböð en ég missti dáldið áhugann eftir að marglitta gerðist aðeins of ástleitin og brenndi mig á löppunum. Það er helvíti vont!
Við vorum með gesti í mat í gær og af því tilefni gerði ég hnetusteik a la grænn kostur. Hún var mjög góð en tók yfir tvo tíma að búa hana til og notaði öll áhöld og tæki sem ég átti. Eldhúsið var eins og eftir loftárás. Ég skil alveg afhverju þetta er jólaréttur hjá grænmetisætum, það nennir enginn að standa í þessu oftar en einu sinni á ári
Erna systir og Ólinn koma til baunaveldis á morgun yeahhh!
Við vorum með gesti í mat í gær og af því tilefni gerði ég hnetusteik a la grænn kostur. Hún var mjög góð en tók yfir tvo tíma að búa hana til og notaði öll áhöld og tæki sem ég átti. Eldhúsið var eins og eftir loftárás. Ég skil alveg afhverju þetta er jólaréttur hjá grænmetisætum, það nennir enginn að standa í þessu oftar en einu sinni á ári
Erna systir og Ólinn koma til baunaveldis á morgun yeahhh!
Thursday, July 03, 2008
Oj!!
Ég er búinn að finna síðu með ókeypis heimildarmyndum(http://freedocumentaries.org/) og þar er ýmislegt í boði. Asninn ég gat ekki látið það vera og fór að horfa á mynd (hún heitir Earthlings )um hvernig við förum með dýr, bæði með gæludýr og dýr sem við ræktum til matar. Ég horfði á hálftíma af henni og mér er óglatt. Þetta er svo ótrúlegt að ég geti farið útí búð og keypt kjúkling og nautakjöt og liðið vel með það . En svo sé ég nokkrar sláturhússenur og ég skammast mín fyrir að vera hluti af mannkyninu. Ég held að ef við gerðum okkur virkilega grein fyrir hvað kemur fyrir dýrið áður en það ratar í plastbakkann sem ég kaupi á góðum díl úti í Nettó þá værum við öll grænmetisætur.
Subscribe to:
Posts (Atom)