Monday, April 14, 2008

nammnamm!

Það er kominn ferðahugur á þessum bæ, við komum til Íslands á laugardag og förum til New York þann 25 apríl. Ég hlakka til að fara í saumaklúbbinn minn sem ég hef verið síðan ég var 15 ára held ég. Ég tel mig ennþá vera meðlim þó að ég hafi ekki mætt nema einu sinni til tvisvar á ári síðan ég flutti til Danmerkur. Það er ókostur við Baunalandið að maður kemst ekki í saumaklúbb.Þeir vinir sem maður eignast í grunnskóla eru öðruvísi en vinir sem maður eignast seinna meir. Það er eins og það skipti ekki máli hvort eða hversu lengi maður er í burtu, það er alltaf sama tengingin samt sem áður. Það verður æðislegt að hitta vinkonurnar með börnum og mökum á sunnudaginn, sýna nýjustu afkvæmin og slúðra aðeins. Ég er búin að fá matseðilinn og það eru brauðtertur, heitir réttir, súkkulaðikökur og rice krispies og fullt af öðru gúmmelaði. Mmmm(:

5 comments:

Anonymous said...

Hlakka líka til að þið komið væntanlega verður húsið ekki alveg matarlaust.kv og knús
Mamma

Ásdís said...

Nei móðir mín
Ég held að ég hafi aldrei komið að tómum kofanum hjá þér;)
knús og hlakka til að sjá ykkur um helgina
Ásdís

Gunna said...

Hæ Ásdís mín
góða ferð heim :)og takk fyrir kvittið á síðuni mínni .knús til ykkar allra Gunna

Linda Björk said...

jeii - hlakka svo til að hitta ykkur öll og nýja meðliminn :)

Anonymous said...

Ég hlakka svakalega til að sjá og kreysta ykkur.Líka Leo mann þar ætla ég að fá mér góðan bita því svona stráka á maður að éta.Þeir likta svo vel og smakkast enn betur
Knús og kveðjur Erna frænka