Monday, April 16, 2007

tannsi

Afhverju er svona grautfúlt að fara til tannlæknis? Ég er nú ekki með neina tannlæknafóbíu en þetta er eins mini pynting i hvert einasta skipti. Er þetta svona mikill viðbjóður af því að:
A: Það er önnur manneskja með puttana uppí munninum á manni og tannlæknar nota reyndar hanska en so what! Ekki gaman!
B:Maður veit rauninni ekkert hvað er að fara gerast og heldur tryllt í þá von að tannsinn viti það! Hann tekur upp borinn og svo bíður maður í spenningskasti eftir hvort þetta er slæmur bor eða ekki, þeir geta verið frá bara pirrandi til algjörlega óþolandi þannig að manni langar að skalla tannlækninn.
C:Það er vont bragð af öllu sem fer upp í munninn á manni alveg sama hvað það, deyfilyf og allt hitt draslið sem þeir nota.
D:Raunveruleg hætta á að drukkna í eigin munnvatni vegna þess að maður vill ekki kyngja öllu draslinu sem þeir eru að setja uppí mann

Ég auglýsi eftir tannlækni sem er með nuddstól og deyfingu með jarðaberjabragði eða sem er ennþá betra;fulla svæfingu þannig að þetta ógeð fari alveg framhjá manni.
En ég er ánægð að þetta er búið, ég fór til Svíþjóðar og fékk krónuna þar, það var helmingi ódýrara en að láta gera hana hér. Og þrátt fyrir að vera drulluillt í kjaftinum þá varð ég sjálfsögðu að fá mér kaffibolla áður en ég fór í lestina aftur, það er svo geðveikt gott. Það er í rauninni betra bragð af öllum mat og drykk í Svíþjóð, ég veit ekki afhverju en því miður á það ekki við um tannlæknana.

5 comments:

Linda Björk said...

haha

góð greining á tannlæknum :) en ef allt er betra í Svíþjóð svona nánast á þá bara ekki að skella sér þangað ;)

og ég fagna nýju bloggi. húrra húrra húrra húúúrrrrraaaaaa

Anonymous said...

loksins fréttir elsku frænku beyb
tannlæknar eru bara svona eða réttarasagt við segðu meir af þér hvað hefurðu verið að bardúsa eftir snjó og fyrir sumar.Allt gott af mér og mínum allt eins
Kveðja í bili Erna 1

Anonymous said...

Æ elskan
Á mamma að vorkenna þér smá, mikið var að þú fórst að skrifa.
Pabbi í rótarbardaga úti í garði brumm brumm.Af okkur er allt gott.
kv og knús
MA

Anonymous said...

Loksins kom það. Búnir að bíða í tvo mánuði. Kveðja sláttumenn

Anonymous said...

Innilega til hamingju bæði tvö
kv og stórt knús
MA