Það er búin að vera hinn fínasti sumardagur í dag, 18 gráður held ég. Ég er búin að eiga letidag í dag, byrjaði daginn að fara í morgunmat til Lóu og Sigrúnar og svo kíktum ég og Olla á búðirnar í fiskitorginu, mér tókst að kaupa boli og geðveikt flottan kjól. Svo nennti ég ekki heim til mín og sleikti sólina með Lóu restina af deginum. Ekki leiðinlegt líf!
Það má finna ýmislegt að Baunaveldinu stundum en á þessum árstíma er allt fyrirgefið. Öll tré standa í blóma í öllum regnbogans litum og allt er svo fallegt í sólinni. Dæs:) lífið er gott.
Tuesday, April 24, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gott
oh hvað þú átt gott :) en hvernig er það er enginn skóli hjá þér?
Post a Comment