Menn eru orðnir ágætlega örvæntingafullir þegar þeir eru farnir að hakka sig inn á bloggsíðuna mína og segja fréttir af mér óspurðri. Ég var nú reyndar ekki búin að fatta hvað það er langt síðan ég bloggaði, þetta er persónulegt met. Og það hefur nú ekki verið það að ég hef ekki haft neitt að segja, ég hef bara ekki haft tíma til að skrifa það niður. En nú er þetta að verða búið,eitt verkefni eftir , þar að segja ævisagan. Það er dáldið fyndið þegar ég er búin að pressa 30 árum niður á 12 síður þá virkar líf mitt eins og eitt season i Days of our lives. Þvílík og önnur eins dramatík, svo virka ég mikið ruglaðri á pappír en ég man það inn í hausnum á mér. En svona er þetta, ég þekki engan sem hefur lifað sléttu og felldu lífi þar sem allt var æði alltaf. En ég þekki aftur á móti fullt af fólki sem reynir að láta sem að lífið sé alltaf í lagi. "Ég hef það fínt" Alltaf!!!
Ég fór í jólainnkaup í dag með Betu systur og náði næstum því öllum jólagjöfum sem er talsvert afrek miðað við að hálf sænska þjóðin og 1/4 af íslensku þjóðinni var að gera það sama í Strikinu í dag. Ég fann líka diskahilluna sem okkur vantaði og núna er eldhúsið hrein fullkomnun!
Ég á tvo skóladaga eftir, eitt verkefni, tvær kvöldvaktir og einn julefrokost í skólanum. Eftir það get ég sest upp í flugvél á fimmtudaginn og slappað af. Ég hlakka til að fara í Perluna á fimmtudagskvöldið á jóla hlaðborð og chilla með familiunni yfir jólin. Það verður algjört æði!
Saturday, December 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
fær maður að lesa lífssöguna :)
reyndi að kommenta á skrifin hans Anders en kommentið fór ekki í gegn. Vildi benda honum á að skrifa hjá þér á íslensku ;)
hlakka til að sjá þig þegar þú kemur til landsins
jólakveðja
Linda Björk
jæja pant fá eitt eintak af seson 1 af days of Ásdísar life. kemur það ekki með hraðsendingu á fimmtudaginn.
hlakka mikið til að sjá ykkur
kveðja Erna
Post a Comment