Tuesday, April 25, 2006

HÆ!

Þá er ég flutt! Núna vakna ég við fuglasöng á morgnana í staðinn fyrir umferðarnið, mjög huggó. Ég verð víst aðeins að útskýra hvar og afhverju og hvernig ég flutti hingað ,fólk er ekki alveg að fylgjast með. Það er líka dáldið snúið, ég er búin að flytja oft upp á síðkastið.
Sko! Við erum flutt til Rødovre(hræðilega erfitt að bera fram, það er búið taka mig ár að læra það). Rødovre er í áttina að Roskilde, svona sunnan megin í Köben, dáldið útúr en samt ekki. Það tekur mig 15-20 min að hjóla niður í bæ, 10 min með strætó. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í rólegu hverfi og það er stórt vatn hérna við hliðina á, alveg hrikalega sjarmerandi. Við erum á efstu hæð(semsagt íslenskri þriðju) og íbúðin er að hluta til undir súð. Hún er 55 fermetrar og það er stofa og tvö svefnherbergi. Við erum hér af því að besti vinur hans Anders sem á íbúðina náði sér í konu með tvö börn (eða hún í hann, löng saga). Þau eru nýbyrjuð að búa saman og ef þau hanga saman í hálft ár á nýja staðnum þá ætlar besti vinur hans Anders að selja okkur íbúðina. Þetta er hlutaíbúð, svona svipað system og búseti bara 4 sinnum ódýrari leiga. Hluturinn kemur líklega til með að kosta 3 milljónir íslenskar og svo er það um 20.000 ísl í leigu á mánuði(sem er by the way ekki neitt!!!). Svo þurfum við að gera nýtt eldhús og bað og þá verður íbúðin rosa fín. Myndir eru á leiðinni!

3 comments:

Linda Björk said...

Til hamingju med nyju ibudina. Getur madur fengid addressuna?

kvedja
Nysjalandsfarinn

Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina vonandi gengur þetta hjá ykkur (eða íbúðar eiganda heldu)gott að sjá fréttir af þér aftur var farin að sakna frétta af þér frænku babe
Kær kveðja Erna 1

Anonymous said...

Hæ, var að kíkja á þig aftur eftir soltið langa pásu, ég lagði mikið á mig til að gleyma að kíkja á þig í jólaprófunum og það virðist hafa dugað mér fram að vorprófum ;) bara að maður gæti stjórnað þessu svona og jafnvel munað betur hlutina sem maður á að muna. En heyrðu, ég var að spá hvort hún Elísabet væri ekkert að blogga eða hvort hún væri eitthvað inni á MSN ég þarf aðeins að fá að pota í heilann á henni (pick her brain) varðandi verkefni sem ég er að vinna í skólanum