Smá updeit hérna! Er að flytja á morgun til Rødovre á morgun, erum búin að fá hlutaíbúð sem við eigum möguleika á að kaupa eftir hálft ár þannig að við sjáum fram á að geta hætt að flytja. Við máluðum allt seinustu helgi þannig að það er allt voða hvítt og huggó, eldhúsið og bað eru reyndar algjör horror og það er ekkert við því að gera fyrr en við kaupum. Þá ætlum við að taka smá auka lán og gera nýtt bað og eldhús. Þar sem þetta verður framtíðarhúsnæði þá fáið þið myndir bráðum. Ég er ennþá að bíða eftir svari frá skólanum, heyri líklega frá þeim í maí.
Vorið er komið í Danmörkinni, spáin er 18 stiga hiti á mánudag. Úllalala!
Over and out!
Friday, April 21, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
biddu biddu - ertu ekki nybuin ad flytja og flytja aftur.
Va thu ert ad sla mig ut ;)
bid ad heilsa
kv. Linda
Hæ elskurnar
við pabbi reyndumst sannspá "farfuglar hvað" allaf að flytja og finna nýtt hreiður vonandi verður þetta gott hreiður.
Sumarkveðjur
MA + PA
XXXXXXXXXX
Bara svo þú vitir það þá snjóaði á okkur í Hafnarfirði í morgun :)skæl
Sumarið ekki alveg komið ... en ok nú ertu búin að flytja það oft að þú átt örugglega ekkert aukadrasl :) en hvar er þessi nýji staður í Köben? Síðast þegar ég vissi varst þú að flytja í Nörrebro. kv.Sigga
Post a Comment