Tuesday, March 14, 2006

Loksins

Nú er umsóknin í skólann komin á áfangastað! Þvílíkur léttir, ég er búin að vera í þráhyggju út af þessari umsókn í mánuð og það hefur voða lítið annað komist að. Á endanum fékk ég Betu snilling systur mína til að skrifa hana fyrir mig, ég hefði átt að fatta það mikið fyrr. Ég er hreinlega ekki nógu sleip í dönskunni. Núna þarf ég bara að bíða fram í maí til að fá að vita hvort ég kemst í viðtal eða ekki. Spennó!
Ekkert nýtt að frétta af flutningum, flytjum kannski seinni part apríl. Það kemur allt í ljós. Ég er í svakalegum matarræðispælingum þessa dagana, ég er hjá biopata og það gengur vel. Ég var hjá henni áðan og er nú orðin candidalaus sem er ánægjulegt. Ég er að lesa "Borðaðu eftir þínum blóðflokk" og finnst þessi kenning áhugaverð. Og ég komst líka að því að ég borða nokkurn veginn eins og ég á að gera samkvæmt þessari bók án þess að fatta það. Ég virðist ekki fíla að borða þá hluti sem eru ekki hollir fyrir mína blóðtýpu sem er dáldið fyndið. Það var þvílíkt félagslíf hjá mér seinustu helgi, var út að borða með stórusystur og Kristínu Maríu frænku á föstudagskvöld, svo vorum við að hanga með sigrúnu tengdó, Ollu og Stulla á laugardags og sunnudagskvöld. Svo vorum við með hitt tengdafólkið og bróður Anders og konuna hans í mat í gærkvöldi. Brjálað að gera! Hér er ennþá fáránlega kalt, ég er farin að missa trúna á því að það hlýni nokkurn tímann. Ég er orðin ágætlega þreytt á þessu.

1 comment:

Anonymous said...

Eihvernveginn er ég með það á hreynu að þú komist inn.