Thursday, March 16, 2006

list og lífið

Fór á listasafn í gær , það gerist nú mjög sjaldan. Tilefnið var Rembrandt sýning sem ég fór að kíkja á með konu úr vinnunni. Við fengum fyrirlestur um málarann og verkin og þetta var þrælskemmtilegt. Ég fékk alveg nýja sýn á þetta allt saman, ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í Rembrandt og afhverju hann er svona spes. Afhverju verður maður ekki snilli fyrr en eftir að maður drepst! Það eru tæplega 400 ár síðan hann málaði þessi verk og það slefa allir yfir þessu í dag og ég tala ekki um hvað verkin hans kosta. Bara þessi 20 verk sem voru á sýningunni kosta samanlagt milljarða í dag. Pant vera snilli í að mála og finna svo upp tímavél, það kann örugglega einhver að meta mig eftir 300 ár!!
En það var mjög gaman að gera eitthvað sem ég er ekki vön að gera og ég kíki pottþétt þarna inn aftur.

No comments: