Wednesday, November 19, 2008

jólahvað!

19.11.2008
Leó þakkar fyrir allar afmæliskveðjurnar, hann fékk afmælisrúnstykki í morgunmat og var alsæll með það. En hann er ekki alveg búinn að fatta þetta með afmælispakka, umbúðirnar eru ennþá áhugaverðari en innihaldið.
28.11.2008
Þá er búið að halda barnaafmæli með hnallþórum og öllu tilheyrandi. Afi, amma,móðursystir og frændinn komu seinustu helgi í tilefni dagsins. Amma hristi þessa svakalegu góðu rækjubrauðtertu(nb með sérinnfluttu Gunnarsmajónesi) fram úr erminni sem sá og sigraði. Fullorðna fólkið var hæstánægt með daginn en afmælisbarnið var ekki alveg að fíla þetta. Fyrir það fyrsta var fullt af fólki sem hann þekkti ekki neitt og svo vildi liðið syngja fyrir hann. Þá fór hann bara að hágráta yfir allri þessari athygli(og kannski vegna þess hversu illa var sungið, maður veit ekki) og fúlsaði við afmæliskökunni líka. En pakkarnir voru ágætlega áhugaverðir, sérstaklega skrautið. Leó þakkar kærlega fyrir allar gjafirnar.
Það var farið í jólatívolí og flóamarkað með stórfamilíunni og svo var kappát frá fimmtudegi til sunnudags. Eins og ég hef minnst á áður þá fylgir því ákveðin þyngdaraukning þegar fjölskyldan mín kemur saman.
Það er búið að flytja, selja og koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Nýja íbúðin er hlý og góð. Ég er ekki alveg að nenna skólanum þessa dagana, verkefni á verkefni ofan en þetta reddast einhvern vegninn. Minn heittelskaði er ennþá í feðraorlofi og verður til 1.febrúar. Við erum búin að fá leikskólapláss 15.jan, við fengum ekki það sem við báðum um en við fengum samt það sem við vildum. Við erum bara komin í hið mesta jólastuð og hlökkum til að sjá ykkur öll um jólin.
knús

2 comments:

Anonymous said...

Takk sömuleiðis fyrir okkur.
kv og knús
MA

Anonymous said...

hlakka til að sjá ykkur um jólin
Kveðja og knús til ykkar allra
Leó er sætastur enda á hann fallega foreldra og ættarstofn
Erna 1