Wednesday, November 28, 2007

Vansvefta!

Ég er farin að sjá skynsemina í hvernig móður náttúra hefur skipulagt það þannig að maður er hæfastur líkamlega í að eignast börn fyrir tvítugt. Þá gat ég nefnilega vakað og djammað alla nóttina og farið að vinna daginn eftir, pís of keik! Ég hefði átt að nota þá orku í að eignast nokkur börn í staðinn fyrir að vera full á Flensborgarballi, Fávitaskapur að vera bíða með þetta þar til eftir þrítugt! Ég er farin að skilja þær konur sem fá þá hugdettu að henda börnunum fram af svölunum, þegar maður er þreyttur þá detta manni ótrúlegustu hlutir í hug. Ég er líka alltaf að sjá betur og betur hvað ég er frábærlega vel gift, einstæðar mæður/feður eru brjáluð hörkutól!

6 comments:

Anonymous said...

Til hamingju Ásdís mín!
já það er gott að fá hjálp og þú skalt ekki vanmeta hana því það eru ekki allar konur svo lánsamar að fá hjálp þó þær séu giftar þær eru bara ekki eins vel giftar og þú góða mín. ef það er einhver huggun þá á þetta eftir að lagast yfirleitt gerist það svo slepptu því alveg að henda barninu niður svalirnar.
hann er algjört krútt hann Leó þinn og gaman að sjá videó af honum á blogginu hans Anders krútt með hiksta. farðu nú vel með þig
kveðja Bella

Anonymous said...

Hæ elskan og til hamingju enn og aftur með Leó litla krútt :)
Guð hvað ég skil þig!! hehe... ef nætursvefninn er ekki nægur þá er maður ekki alveg maður sjálfur !!
Tell me about it....
Ég fylgist með Leó vaxa og dafna á bloggsíðunni hans Anders, og ekkert smá gaman að fylgjast með!!
Knús og kossar til ykkar allra frá okkur stórfjölskyldunni í Mosó :D
Hrefna, Þröstur, Þröstur Almar, Eydís Birta og Harpa Rós

Anonymous said...

Mamma kemur bráðum í heimsókn elskan mín og hjálpar til líka Já Bella hefur rétt fyrir sér Hann Anders þinn er frábær faðir og hjálparhella "hang in there" við pabbi erum að koma, stutt í það.
kveðjur og knús
Mamma

Gunna said...

Elsku fjölsylda
Innilega til hamingju með litla Leó .hann svo sætur :)
þið getið séð hann Loga hans óla á siðuni minni .knús Ykkar Gunna

Anonymous said...

Hæhæ, innilega til hamingju með litla drenginn. Ég var bara að komast að þessu núna Betra er seint en aldrei:) Ég vona að þið hafið það gott og skila kveðju frá öllum á Háaleitisbrautinni.

Anonymous said...

Sæl elsku frænka. Svona er þetta líf.Fyrir tvítugt varstu bara svo vitlaus að þú hélst að þú gætir vakað só. En núna skiftir svefn ekki öllu heldur hugarfarið.Það drefst enginn úr svefnleysi svona fyrst um sinn.Það er hugafarið láta líkaman hvílast og ekki fárast yfir svefnleysinu.Hafið það sem best ástarkveðjur Erna1