Monday, July 17, 2006

Jæja þá er ég komin úr hýði aftur, ég gæti svosem reynt að kenna góðu veðri um að ég nenni ekki að blogga en það er bara léleg afsökun. Talandi um gott veður þá er bara gott veður alltaf!! Þetta er skrýtið fyrir íslending að hafa sama veðrið á hverjum einasta degi, þetta er bara eins og að búa á Spáni. Það er annars allt heitt og gott að frétta. Það eru 11 dagar í að ég fái bréf frá skólanum og ég bíð spennt. Við erum búin að fá grænt ljós á að kaupa íbúðina sem við erum í núna sem er æði. Þá hefjast sko framkvæmdir skal ég segja ykkur! Það verða máluð loft, nýtt eldhús, nýtt bað og ný stofa. Vala Matt getur alveg óhætt komið í heimsókn í október

2 comments:

Linda Björk said...

Frábært!

Til hamingju með þetta :) og frábært að fá loksins nýja færslu.

knús og kossar

Anonymous said...

Hæ elskan mín takk fyrir síðast gott að allt gengur vel þetta er greinilega allt að gerast íbúðin og skólinn, spái því að þú fáir inngöngu. Vorum í Veiðivötnum með Bent og Ernu mjög skemmtilegt og Erna er ekkert búin að gleyma neinu í veiðiskapnum.Enda segist hafa fengið veiðieðlið með móðurmjólkinni.
kv MA og PA