Friday, December 22, 2006

Homebase

Þá er ég lent hjá mömmu í jólasæluna. Ég er búin að eiga dáldið viðburðarríka viku. Afar kurteis maður gerði heiðarlega tilraun til að bakka yfir mig á þriðjudaginn. Hann náði reyndar bara scooternum og skemmdi hann dáldið. Minn heittelskaði varð gífurlega glaður(ekki misskilja samt, hann varð ekkert glaður yfir að fólk reyni að keyra yfir mig, það verður fyrst eftir að hann er búinn að líftryggja mig:) og vonast eftir að fá nýjan scooter handa mér útúr tryggingunum. Ég kíkti á Vagn afa á miðvikudag og fékk kaffi, svo var julefrokost í skólanum og tjúttaði fram eftir nóttu. Klakinn tók á móti mér með milljón metrum á sekúndu,við áttum þá verstu lendingu sem við höfum upplifað, vélin hrundi niður á flugbrautina. En ég skildi það alveg svosum þegar ég sá veðrið, við vorum heppin að það var yfirhöfuð hægt að lenda, við hefðum getað lent á Egilstöðum. Ég át á mig gat á jólahlaðborðinu í Perlunni á fimmtudaginn, þvílíkt og annað eins gúmmelaði, dádýrasteikin var algjört æði. Ég hef ekki verið með gemsann í lagi síðastliðna tvo daga og hef notið þess í botn að taka frí frá honum. Fólk hefur reyndar bent mér á að ég þurfi nú ekki að hafa kveikt á gemsanum núna þegar hann er kominn í lag en ég er fíkill og er algjörlega um megn að hafa ekki kveikt á gemsanum. Ég er með 693-0444.
Það komust ekki út jólakort þetta árið vegna aumingjaskapar og leti. Gleðileg jól og farsælt komandi ár til ykkar allra og ekki vera að fara á einhvern bömmer yfir þessu. Við elskum ykkur ennþá þó að við sendum ykkur ekki jólakort. Knús á línuna

Saturday, December 16, 2006

Menn eru orðnir ágætlega örvæntingafullir þegar þeir eru farnir að hakka sig inn á bloggsíðuna mína og segja fréttir af mér óspurðri. Ég var nú reyndar ekki búin að fatta hvað það er langt síðan ég bloggaði, þetta er persónulegt met. Og það hefur nú ekki verið það að ég hef ekki haft neitt að segja, ég hef bara ekki haft tíma til að skrifa það niður. En nú er þetta að verða búið,eitt verkefni eftir , þar að segja ævisagan. Það er dáldið fyndið þegar ég er búin að pressa 30 árum niður á 12 síður þá virkar líf mitt eins og eitt season i Days of our lives. Þvílík og önnur eins dramatík, svo virka ég mikið ruglaðri á pappír en ég man það inn í hausnum á mér. En svona er þetta, ég þekki engan sem hefur lifað sléttu og felldu lífi þar sem allt var æði alltaf. En ég þekki aftur á móti fullt af fólki sem reynir að láta sem að lífið sé alltaf í lagi. "Ég hef það fínt" Alltaf!!!
Ég fór í jólainnkaup í dag með Betu systur og náði næstum því öllum jólagjöfum sem er talsvert afrek miðað við að hálf sænska þjóðin og 1/4 af íslensku þjóðinni var að gera það sama í Strikinu í dag. Ég fann líka diskahilluna sem okkur vantaði og núna er eldhúsið hrein fullkomnun!
Ég á tvo skóladaga eftir, eitt verkefni, tvær kvöldvaktir og einn julefrokost í skólanum. Eftir það get ég sest upp í flugvél á fimmtudaginn og slappað af. Ég hlakka til að fara í Perluna á fimmtudagskvöldið á jóla hlaðborð og chilla með familiunni yfir jólin. Það verður algjört æði!

Undskyld mine kone ikke skriver !!!!

Hej Anders her, jeg har "hacket" mig her ind på Ásdís blog for at fortælle jeg lidt, så I kan følge med. og ja hun skriver sku for lidt !!!!!!

Ásdís har travlt for tiden, mest med skolen og arbejdet. Hun har lige haft en samtale på skolen hvor eleverne for en slags feedback fra lærerne om hvordan det går, og hun fik en masse ros. Det er jo klart hun er jo super elev, hvad skulle de ellers sige.
Hun er ved at være færdig med en stor opgave om sin livshistorie, som lyder som om det har været spændene men også et stort arbejde.
Ellers glæder hun sig helt vildt til at komme til Island, lige nu er hun ude og shoppe julegaver med Elo.
Anders over and out