Thursday, January 07, 2010

Allt er þegar femmt er!

Núna hefst undirbúningur fyrir fimmta flutninginn á jafnmörgum árum og er vonandi sá seinasti í þó nokkuð mörg ár. Við höfum fengið til leigu raðhús á Gálgabakka í Albertslundi og flytjum þann 17. jan. Slotið er 4 herbergja, 87 fm og með garði:) þannig að börnin komast á beit. Var að lesa húsreglurnar og ég má hafa hænsni og endur, hí hí. Það besta við þetta er að ég get gefið börnunum mínum "íslenskt" frelsi.
Þarf ekki að hafa áhyggjur að þeir lendi undir bíl eða þaðanaf verra þegar þeir fara út. Svo borðar allt hverfið saman einu sinni í viku, það er smá hippafílingur yfir þessu.
Jóhannes risi stækkar óðum og er kominn í hálfsárs fötin þriggja mánaða. Nokkuð gott hjá mínum. Svo er von á gestum aldrei þessu vant, Erna, Ósk og dætur koma til mín í lok mánaðar og svo kemur Guðmunda vinkona í mars. Gaman að geta boðið gestum upp á sérherbergi:)

Wednesday, December 23, 2009

Korter í jól!

Alt på plads eins og maður segir á góðri dönsku,svínið, konfektið og rauðkálið komið í hús. Ísskápurinn stútfullur af rjóma og hangikjöti sem á eftir að valda háum blóðþrýstingi og auknu kólesteróli langt fram á næsta ár. Akkuru ætli jólin snúist svona mikið um mat?
Ótrúlegt að það sé að koma 2010,djöfull er maður orðinn gamall:).

Tuesday, December 15, 2009

Þyngdaraukning

Ekki mín samt,sem er þó talsverð. Ofurhjúkkan Bodil kom í heimsókn í morgun til að mæla og vigta Jóhannes. Jóhannes fékk toppeinkunn og er 6.5 kíló og 62 cm,náttúrulega ekki við öðru að búast þegar um svona úrvalsgen er að ræða.
Hún Bodil mín er að hætta að vinna og fer á eftirlaun eftir áramót. Ég sé mikið eftir henni, hún fylgdi mér með með Leó líka. Í Danmörku koma hjúkkur heim til manns 7 sinnum fyrsta eina og hálfa árið í ungbarnaeftirlit, algjör lúxus.
Ég ætla að skella í eitt rúgbrauð eða svo.
sayonara

Monday, December 14, 2009

jólajóla!

Við fundum þetta íðilfagra jólatré í gær hjá jólatrébóndanum. Ég fékk þetta ágæta flashback frá því þegar ég seldi jólatré fyrir hjálparsveitina, ég elska lyktina af greni. Bóndinn var með ýmislegt annað á boðstólum ,asnareiðtúra fyrir börnin, vöfflur og heitt kakó, snaps með jólatrébragði og síðast en ekki síst heitan bjór með rjóma. Hljómar ógeðslega,lagði ekki í að smakka. Danir eru dáldið skrýtnir stundum.
Svo bökuðum við Leó piparkökur af miklum móð og skárum út jólatré og engla og ég veit ekki hvað. Eitthvað klikkaði deigið hjá mér því að þetta rann allt saman í ofninum og varð að einni stórri piparköku en það er nú bragðið sem skiptir máli!
Olla,Stulli og Jóhanna komu í mat og svo var jólatréð skreytt frá toppi til táar.
Jólaandinn er sko mættur hér á bæ:)

Friday, December 11, 2009

Im back!

Ég verð víst að fara að dusta rykið af þessu bloggi mínu, ég hef tendens til að taka langar bloggpásur þegar ég er ólétt og í fæðingarorlofi. Líklega af því að þá hef ég ekki frá svo miklu að segja sem hefur ekki með börnin mín að gera. Og ég man mjög vel eftir því hvað mér fannst annað fólk leiðinlegt sem talaði bara um börnin sín út í eitt(nota bene þá var þetta áður ég byrjaði á barneignum, núna skil ég það alveg:) En það les enginn þetta blogg lengur nema ömmurnar og Linda vinkona og ömmurnar eru alltaf til í fréttir af barnabörnunum(og Linda les bloggið mitt alveg sama hvað ég skrifa um, er það ekki!:)
Hér er allt í gúddí og það er kominn talsverður jólafílingur,Leó fékk í skóinn í fyrsta skipti ímorgun og þótti það mjög gaman. Hann fékk mandarínu,rúsínur og hnetur,og þótti mjög sniðugt að fá "breakfast in bed". Síðan er stefnt á piparkökubakstur á morgun og svo ætlum við að höggva niður jólatréð á sunnudaginn,svo verður skreytt um kvöldið. Minn heittelskaði er búinn að vera með magakveisu alla vikuna og er orðinn vel þreyttur á þessu.
Ég sá myndina Twilight um daginn og varð bara að gefa mér bækurnar í jólagjöf frá mér til mín. Ég fékk algjöra þráhyggju og kláraði 4 bækur á 3 dögum sem er nokkuð gott miðað við að ég gat bara lesið meðan drengirnir sváfu. Ég las svo hratt að ég fékk illt í augun,langt síðan ég tók svona rispu með að lesa. Ég mæli með þessum bókum, það er eitthvað við þær, maður verður bara að vita hvernig þetta endar og getur ekki hætt fyrr. En ég hef líka alltaf verið "sucker" fyrir góðum vampírubókmenntum.

Friday, December 04, 2009

 
Posted by Picasa
 
Posted by Picasa
 
Posted by Picasa

jólabræður

 
Posted by Picasa

Saturday, November 28, 2009

Afmælisbarnið hugsar namm namm!

 
Posted by Picasa

Ha ég!

 
Posted by Picasa

híhí!

 
Posted by Picasa

sætur!

 
Posted by Picasa

Með hatt á hausnum!

 
Posted by Picasa